3.12 Jákvæð umræða um skólastarf

Lengi höfum við kennarar barist fyrir því að umræðan um starfið okkar sé jákvæðari og meiri virðing borin fyrir störfum okkar. Okkur hefur þótt ómaklega okkur vegið og gjarnan viljað að það fjölmarga góða sem við erum að gera með nemendum okkar sé hampað. En hvernig getum við snúið umræðunni við? Bæði innan okkar raða og ekki hvað síst út á við. Er keflið í raun hjá okkur? Í #menntaspjallinu þessa helgina, sunnudaginn 13. mars, kl. 11-12, ætlum við að ræða um jákvæða umræðu um skólastarf og hvernig við getum aukið hana.

Embed

  1. Spurning 1
Like
Share

Share

Facebook
Google+